Heim

Markaðstorg fyrir ferðaskrifstofur og gististaði

Auktu skilvirkni og minnkaðu handavinnu!

  • Enginn stofnkostnaður
  • Ótakmarkaðir notendur
  • Engin mánaðargjöld
  • Færslugjöld 69 til 149 ISK

Hafðu samband fyrir frekari upplýsingar.

Upplýsingar

Hvað er Travia?

Travia er markaðstorg sem tengir saman gististaði og ferðaskrifstofur. Hér geta ferðaskrifstofur bókað beint á gististaði og komist hjá seinlegum tölvupóstsamskiptum.
Gististaðir skrá verðlista og afbókunarskilmála sem eiga við ferðaskrifstofur og koma á samstarfi við þær. Ferðaskrifstofur sjá framboð og geta því bókað beint eftir umsömdum verðum og skilmálum.

Ávinningur Travia!

Travia sparar bæði vinnu og tíma hjá öllum viðkomandi aðilum. Með sjálfvirkni í bókunarferli og uppfærslum á framboði verða ferlar styttri, skilvirkari og minni hætta verður á mistökum við bókanir.

Er Travia fyrir mig?

Travia er hugsað fyrir gististaði og ferðaskrifstofur sem vilja nýta sér upplýsingatækni, auka sjálfvirkni, spara tíma og fá betri yfirsýn yfir bókanir. Travia hentar þeim sem fyrir hafa komið á viðskiptasambandi við ferðaskrifstofur en einnig þá sem vilja auka þau sambönd og bæta við sig viðskiptavinum.

Framboðstenging

Einfalt er að tengja framboð frá Godo Property eða Yield Planet við Travia (fleiri tengingar væntanlegar). Þannig koma bókanir frá Travia sjálfkrafa á rétta staði í bókunarkerfi gististaðar og engin hætta á yfirbókunum. Með bókunum koma allar helstu upplýsingar s.s verð, nafn ferðaskrifstofu, nafn gests, fjöldi gesta o.fl.

Verðskrá

Verðskrá

Fjöldi bókaða nótta Verð
0 til 250 149 ISK
251 til 500 119 ISK
501 til 1000 99 ISK
1001 til 3000 89 ISK
3001 til 5000 79 ISK
5001 og yfir 69 ISK

Verð er án vsk.
Ekkert uppsetningargjald.
Ótakmarkaðir notendur.
Enginn fastur kostnaður.
Ekkert gjald er tekið fyrir afbókaðar bókanir
Greitt er eftir að gestur hefur farið af gististaðnum.
Verðskrá miðast við fjölda bókaða nótta fyrir hvern mánuð.