Heim

Markaðstorg fyrir ferðaskrifstofur og gististaði

Auktu skilvirkni og minnkaðu handavinnu!

  • Enginn stofnkostnaður
  • Ótakmarkaðir notendur
  • Engin mánaðargjöld
  • Færslugjöld 69 til 149 ISK

Forskráning hafin! Hafðu samband fyrir frekari upplýsingar.

Upplýsingar

Hvað er Travia?

Travia er markaðstorg fyrir gististaði og ferðaskrifstofur þar sem ferðaskrifstofur bóka sjálfvirkt beint inn á gististaði án þess að þurfa að fara í gegnum seinleg email samskipti. Gististaðir setja inn verðlista og skilmála og ferðaskrifstofur sjá framboð, senda inn bókanir eða bókunarbeiðni á gististaði sem þeir eru í samstarfi með.

Ávinningur Travia!

Að nota Travia sparar mikinn tíma með því að leyfa ferðaskrifstofum að bóka beint inn á framboðið og ferðaskrifstofur spara mikinn tíma við að bíða eftir svörum frá gististöðum. Báðir aðilar spara því mikinn tíma og minnka áhættuna á mannlegum mistökum.

Er Travia fyrir mig?

Travia er fyrir gististaði og ferðaskrifstofur sem vilja nýta sér upplýsingatækni til þess að spara tíma og fyrirhöfn við bókanir. Travia er fyrir gististaði sem eru þegar í viðskiptasambandi við ferðaskrifstofur eða langar til þess að hefja samstarf við ferðaskrifstofur.

Framboðstenging

Gististaðir geta tengt framboð sitt Travia beint við bókunarkerfið Godo Property. Þannig færast ferðaskrifstofubókanir sjálfkrafa á við komandi herbergi og engin hætta er á yfirbókunum. Allar upplýsingar eins og verð, viðskiptamaður og vörur flæða á milli.